Enski boltinn

Balotelli gaf heimilislausum manni 200 þúsund krónur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli.
Vandræðagemsinn Mario Balotelli, leikmaður Man. City, á sínar mjúku hliðar þó svo það sé ekki skrifað mikið um þær í breskum fjölmiðlum. Í dag mátti þó finna jákvæða frétt um hann í bresku slúðurblaði.

Balotelli gaf nefnilega heimilislausum manni tæpar 200 þúsund krónur er hann kom út af spilavíti á dögunum. Hann var reyndar nýbúinn að vinna rúmlega 4,5 milljónir króna í spilavítinu er hann gekk út og gaf hluta gróðans.

Þetta ku ekki vera í fyrsta skipti sem Balotelli kemur vel fram við þá sem minna mega sín. Þess utan á hann það til að gefa ungum strákum sem vinna fyrir Man. City pening.

Framherjinn óstýriláti er með tæpar 20 milljónir króna í vikulaun hjá City þannig að hann hefur vel efni á því að gefa af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×