Enski boltinn

Van Persie: Enskir leikmenn skemmta sér of mikið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robin van Persie. Mynd. / Getty Images
Robin van Persie. Mynd. / Getty Images
Hollendingurinn Robin van Persie, leikmaður Arsenal, talar ófögrum orðum um líferni enskra kollega sinna og telur að þeir hugsi of mikið um að skemmta sér og þá beinir hann orðum sínum aðallega til enskra landsliðsmanna.

Van Persie varð hreinlega fyrir áfalli þegar hann kom fyrst í ensku úrvalsdeildina og sá hvernig hlutunum var háttað.

„Þegar ég sé enska leikmenn ítrekað út að skemmta sér fram eftir nóttu þá kemur mér það ekkert á óvart að ferill þeirra sé oft á tíðum búinn rétt eftir þrítugt,“ sagði Robin van Persie við enska fjölmiðla.

„Fyrir mitt leyti finnst mér mikilvægast að vakna snemma með börnunum mínum og borða með þeim morgunmat“.

„Ég elska að spila fótbolta og að geta starfað við það sem ég elska eru algjör forréttindi, en það væri mun erfiðara ef ég væri út að skemmta mér öll kvöld“.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×