Enski boltinn

Nær Aston Villa að klófesta Coyle?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Verður Coyle eftirmaður Houllier? Mynd. / Getty Images
Verður Coyle eftirmaður Houllier? Mynd. / Getty Images
Phil Gartside, Formaður enska úrvalsdeildar liðsins Bolton Wanderers, er hræddur um að Aston Villa sé að undirbúa risaboð í Owen Coyle, knattspyrnustjóra Bolton.

Aston Villa er óðum í leit að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Gérard Houllier þurfti að hætta með liðið af heilsufarsástæðum.

Forráðamenn félagsins lögðu mikla áherslu á að fá til sín Roberto Martinez, knattspyrnustjóra Wigan, en allt kom fyrir ekki og því ku Coyle vera næstu valkostur.

„Margir vilja líkja Owen Coyle við Alex Ferguson sem er enn á æfingasvæðinu um sjötugt,“ sagði Gartside.

„Hann er heilt yfir frábær knattspyrnustjóri í alla staði og hefur mikla hæfileika á öllum sviðum“.

„Hann lifir fyrir knattspyrnuna og hefur alla burði til þess að verða sá besti í deildinni,“ sagði formaðurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×