Enski boltinn

Terry ekki alvarlega meiddur

Forsvarsmenn Chelsea hafa staðfest að meiðsli John Terry séu ekki alvarleg en hann haltraði af æfingu liðsins í morgun. Terry ætti að geta spilað gegn Tottenham á fimmtudag.

Terry gekk ekki alveg heill til skógar á æfingunni en hann varð fyrir smávægilegum hnémeiðslum í leiknum gegn Wigan um helgina.

Brassarnir Ramires og David Luiz tóku engan þátt í æfingu Chelsea í dag en þeir eru meiddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×