Enski boltinn

Man. Utd hefur augastað á Eriksen

Man. Utd hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á Dananum Christian Eriksen sem spilar með Ajax. United er í meiðslavandræðum og gæti gert tilboð í leikmanninn í janúar.

Þessi 19 ára gamli Dani er með samning við Ajax til ársins 2014 en hann klárar líklega ekki þann samning enda hafa mörg stór félög í Evrópu áhuga á honum.

"Þessi strákur er undir smásjánni hjá okkur," sagði Rene Meulensteen aðstoðarþjálfari hjá United.

Man. Utd og Ajax mætast í Evrópudeild UEFA í febrúar og spurning hvort Eriksen verði orðinn leikmaður Man. Utd fyrir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×