Enski boltinn

Defoe svekktur að missa sæti sitt í landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jermain Defoe, leikmaður Tottenham, hefur lýst yfir óánægju sinni með að vera ekki valinn í enska landsliðið fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi á föstudaginn kemur.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti 24 manna leikmannahóp í gær og var þar nafn Defoe hvergi að finna. Defoe er á mála hjá Tottenham en varð að víkja fyrir þeim Danny Welbeck og Bobby Zamora.

„Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði fyrir mig,“ sagði Defoe við enska fjölmiðla í gær. „Mér finnst að ég hafi ekki brugðist hr. Capello þegar ég hef spilað en ég mun leggja allt í sölurnar til að endurheimta sæti mitt í landsliðinu.“

Defoe er 28 ára gamall og lék sinn fyrsta landsleik árið 2004. Alls á hann að baki 46 landsleiki og hefur hann skorað í þeim fimmtán mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×