Enski boltinn

McClaren segir forráðamenn Forest skorta metnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hætti í gær sem stjóri enska B-deildarliðsins Nottingham Forest eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins tíu leikjum.

Forest tapði í gær, 3-1, fyrir Birmingham en þetta var sjötta tap liðsins á tímabilinu til þessa. Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan hann tók við starfinu af Billy Davies.

„Ég hætti - þeir hafa ekki sama metnað fyrir liðinu og ég geri,“ sagði McClaren við enska fjölmiðla í gær. Talið er að eigendurnir hafi neitað að kaupa þá leikmenn sem McClaren vildi fá í sumar.

Í gærkvöldi var svo tilkynnt að Nigel Doughty, stjórnarformaður félagsins, muni stíga til hliðar í lok leiktíðarinnar en hann er afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins um þessar mundir. Hann sá eftir að hafa ráðið McClaren.

„Við hugsuðum ekki nógu vel um þessa ákvörðun. Mér finnst hún hafa verið afar slæm í dag,“ sagði Doughty.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×