Enski boltinn

Villas-Boas: Gæti orðið afar spennandi tímabil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir sigurinn á Bolton í gær að toppbaráttan í ensku úrvalsdeildinni gæti orðið mjög spennandi í ár.

Chelsea og Manchester-liðin tvö eru á miklu skriði í upphafi leiktíðarinnar en Chelsea er nú þremur stigum á eftir bæði United og City.

„Þetta gæti orðið ein mest spennandi toppbaráttan í ensku úrvalsdeildinni í áraraðir,“ sagði Villas-Boas. „Við verðum bara að halda áfram að leggja okkur fram og reyna að vinna sem flesta leiki.“

Enska úrvalsdeildin fer nú í frí eins og aðrar deildakeppnir í Evrópu vegna landsleikjanna sem eru fram undan um næstu helgi. Chelsea mætir þá Everton á meðan að United mætir Liverpool og City þarf að glíma við Aston Villa.

„Það er ágætt að hin liðin þurfi að spila við önnur lið í toppbaráttunni. Ef okkur tekst að vinna Everton getum við annað hvort nálgast efsta sætið eða aukið bilið á liðin fyrir neðan okkur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×