Fótbolti

Roberto Carlos er hættur hjá Corinthians

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Carlos.
Roberto Carlos. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Carlos, fyrrum vinstri bakvörður í heimsmeistaraliði Brasilíumanna og leikmaður Real Madrid, entist ekki lengi í heimalandinu.

Roberto Carlos sem er 37 ára gamall hefur sagt upp samningi sínum hjá Corinthians en hann er þó ekki hættur í fótbolta. Hann fór heim til Brasilíu í ársbyrjun 2010 eftir að hafa spilað í fimmtán ár í Evrópu.

Ástæða þess að Roberto Carlos hættir hjá Corinthians er tvíþætt. Í fyrsta lagi fékk hann og fjölskylda hans morðhótanir eftir að Corinthians datt út úr Suður-Ameríkukeppni félagsliða á dögunum og í öðru lagi er bakvörðurinn brosmildi víst með frábært tilboð frá öðru liði í öðru landi.

Samkvæmt heimildum brasilískra fjölmiðla þá er Roberto Carlos með tilboð frá bæði Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum og Anzhi í Rússlandi. Hann hafði skrifað undir tveggja ára samning við Corinthians í janúar 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×