Enski boltinn

Houllier: Við töpuðum fyrir frábæru liði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa.
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, horfði upp á sína menn tapa 3-1 á móti Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en United var komið í 1-0 eftir aðeins 50 sekúndna leik.

„Við töpuðum fyrir frábæru liði í kvöld og mér fannst þeir spila einstaklega vel í þessum leik. Þeir voru bara miklu betri en við," sagði Gerard Houllier.

„Það eina jákvæða fyrir okkur úr þessum leik er að við erum að bæta spilamennsku okkar með hverjum leik. Við náðum jafntefli á móti þeim í seinni hálfleiknum og getum þakkað Brad Friedel fyrst og fremst fyrir það," sagði Houllier.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×