Enski boltinn

Modric úr leik hjá Tottenham næstu vikurnar

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric mun ekki leika með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á næstunni.
Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric mun ekki leika með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á næstunni. Nordic Photos/Getty Images

Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric mun ekki leika með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á næstunni en hann fór í aðgerð þar sem botnlanginn var fjarlægður.

Forráðamenn Tottenham vonast til þess að Modric verði leikfær eftir tvær vikur en hann fór í aðgerðina í gærkvöld og missir væntanlega af fyrri leiknum gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 15. Febrúar.

Modric lék með Tottenham gegn Newcastle um s.l. helgi en hann verður ekki með liðinu í kvöld gegn Blackburn á útivelli. Miðjumaðurinn snjalli missir einnig af leikjunum gegn Bolton á heimavelli á laugardag og Sunderland á útivelli þann 12. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×