Bakvörðurinn Alvaro Pereira hefur skrifað undir nýjan samning við Porto í Portúgal en Chelsea hafði mikinn áhuga á kappanum nú í sumar.
Pereira er 25 ára gamall og hefur einnig slegið í gegn með úrúgvæska landsliðinu. Chelsea bauð háar fjárhæðir í kappann en var tilboðum félagsins hafnað.
Porto hefur nú tilkynnt að Pereiera hafi skrifað undir nýjan samning við félagið og sé nú samningsbundinn því til 2016. Félaginu er ekki skylt að selja hann fyrir minna en 30 milljónir evra en sú klausa var einnig í gamla samningnum.
Óvíst er hvort að Chelsea muni bjóða aftur í Pereira í janúar næstkomandi en líklegt er að hann fari ekki á minna en áðurnefnda upphæð, 30 milljónir evra.
Pereira nú samningsbundinn Porto til 2016
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti







Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka
Enski boltinn
