Alls hafa farið fimm rauð spjöld á loft í fyrstu fimm leikjum Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi-deild karla í sumar. Þeir fengu tvö rauð spjöld í fyrstu tveimur leikjum sínum og mótherjar þeirra hafa síðan fengið þrjú rauð spjöld í síðustu þremur leikjum.
Það er líka óhætt að segja að rauðu spjöldin hafi mikið að segja um úrslitin í leikjum Blika í þessum umferðum því að það lið sem hefur verið manni fleiri hefur unnið leikinn og eini leikurinn þar sem rauða spjaldið fór ekki á loft endaði með jafntefli.
Það hafa bara verið fullskipuð lið í 261 af 450 mínútum í boði í leikjum Blika til þessa í sumar og 8 af 19 mörkum í leikjum liðsins hafa komið eftir að rautt spjald fór á loft.
Rauðu spjöldin í leikjum Breiðabliks í sumarBreiðablik-KR 2-3
Ingvar Þór Kale, Breiðabliki, fær beint rautt spjald á 19. mínútu í stöðunni 1-1. KR skoraði næstu tvö mörk.
FH-Breiðablik 4-1
Jökull Elísabetarson, Breiðabliki, fær rautt spjald á 67. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir FH. FH skoraði tvö mörk manni fleiri.
Breiðablik-Grindavík 2-1
Guðmundur Andri Bjarnason, Grindavík, fær beint rautt spjald á 21. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir Grindavík. Blikar skoruðu tvö mörk manni fleiri.
ÍBV-Breiðablik 1-1
Ekkert rautt spjald í leiknum.
Breiðablik-Fylkir 3-1
Valur Fannar Gíslason, Fylki fær rautt spjald á 64. mínútu og Fjalar Þorgeirsson, Fylki fær beint rautt spjald á 69. mínútu. Staðan er 2-1 fyrir Breiðabliki í báðum tilfellum.
