Enski boltinn

Wenger gagnrýnir Chelsea harðlega

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Arsene Wenger er alls ekki sáttur við vinnubrögð Chelsea.
Arsene Wenger er alls ekki sáttur við vinnubrögð Chelsea. Nordic Photos/Getty Images

Arsene Wenger er alls ekki sáttur við vinnubrögð Chelsea og segir knattspyrnustjóri Arsenal að hræsni einkenni ákvarðanir forráðamanna meistaraliðs Chelsea.

Wenger setur stórt spurningamerki við ákvarðanir Chelsea á leikmannamarkaðinum eftir að liðið keypti tvo leikmenn fyrir 70 milljón pund á lokadegi félagaskiptagluggans.

Í samtals við Sky fréttastofuna segir Wenger að Chelsea hafi stutt tillögu UEFA um reglugerð sem tekur gildi keppnistímabilið 2014-2015 þar sem ýmsar takmarkanir verða settar varðandi upphæðir í leikmannakaupum. Þar verður liðum bannað að kaupa leikmenn fyrir hærri upphæð en samanlagðar tekjur liðsins á þriggja ára tímabili þar á undan.

„Chelsea studdi þessa tillögu. Þeir tilkynna að morgni að félagið hafi tapað 70 milljónum punda á einu ári og eftir hádegi kaupa þeir leikmenn fyrir 75 milljónir punda. Það eru engin skynsamleg rök á bak við þessa ákvörðun," sagði Wenger m.a. í viðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×