Læknir Sigmundar rökstyðji ummæli sín eða dragi þau til baka Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2011 14:58 Steinar Aðalbjörnsson er gríðarlega ósáttur við ummæli læknis Sigmundar Davíðs. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur gerir verulegar athugasemdir við fullyrðingar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sett fram opinberlega varðandi megrunarkúr sem hann hefur hafið. Í færslu sem Sigmundur Davíð hefur birt opinberlega og fjölmiðlar vísuðu til í vikunni kemur fram að hann sé byrjaður í megrunarkúr sem felist fyrst og fremst í því að borða íslenskan mat. „Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi," sagði Sigmundur Davíð á vefsíðu sinni. Steinar segir að fullyrðingar sem eru hafðar eftir Sigurjóni Vilbergssyni meltingarlækni Sigmundar á Pressunni séu óábyrg og eigi ekki við næringarfræðileg rök að styðjast. Hið sama gildi umummæli eftir Lindu Pétursdóttur, fyrrverandi fegurðardrottningu, í blaðinu Finnur í vikunni. Þar hafi Linda meðal annars sagt að hún blandi ekki saman kolvetnum og próteinum. Steinar segir engin rök fyrir því að óhentugt sé fyrir líkamann að blanda saman kolvetnum og próteinum. Til viðbótar þessu nefnir Linda að hún neyti ekki matar sem sé „verksmiðjuframleiddur" eins og hún orðar það. Steinar segir að það sé því áhugavert fyrir okkur hin að vita hvaðan matvælin sem hún neytir koma. „Er hún á beit í garðinum sínum?" spyr Steinar.Þrælarnir borðuðu ekki byggið Þá segir Steinar að læknir Sigmundar hafi komið með fullyrðingar sem eigi ekki við rök að styðjast. Hann fullyrðir til dæmis að það séu efni á borð við kolvetni, sterkju og mjólkurmat sem fiti okkur. „Það er auðvitað ekki þannig," segir Steinar. Hann bendir á að það sem fiti fólk sé fyrst og fremst það að borða of mikinn mat og hreyfa sig of lítið til móts við það „Og það ætti Sigmundur Davíð að vita manna best," segir Steinar. Hann furðar sig jafnframt á því að Sigurjón segi að „fólk ætti að athuga betur hvaðan matvælin koma. Við erum í raun óvarin gegn þessu en mestu skiptir að við borðum alvöru mat. Það er ekki í genum Íslendinga að borða brauðmeti, hvort sem það eru pizzur, Subway eða hvað þetta heitir allt saman. Víkingarnir borðuðu aldrei brauð og þess vegna voru þeir kannski svona hraustir". Steinar spyr á móti hvað Íslendingar gerðu við byggið og hveitið sem ræktað var í gamla daga. „Gáfu þeir þrælum það eða einhverjum villumönnum," spyr Steinar ennfremur. Hann segir að Sigurjón ætti að kanna málin áður en hann lætur slíkar rangfærslur frá sér. Það er fleira sem Steinar furðar sig á í málflutningi læknis Sigmundar Davíðs. „Hann er með varnaðarorð um kjúkling og svínakjöt en segir að lambakjötið sé í lagi af því að það sé íslenskt og hreint og fínt," segir Steinar. Fyrir þessum fullyrðingum séu engin næringarfræðileg, líffræðileg eða læknisfræðileg rök. „Því finnst mér að neytendur eigi heimtingu á því að maðurinn dragi orð sín til baka eða komi með góðan pakka af vísindalegum rökstuðningi á bak við það sem hann er að segja," segir Steinar. Læknastéttin bregðist við ummælunum Steinar segir gríðarlega óábyrgt fyrir lækni og læknastéttina sem slíka þegar læknir láti út úr sér slíkar fullyrðingar og hann furðar sig á því að læknastéttin hafi ekki brugðist við þessum fullyrðingum. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur gerir verulegar athugasemdir við fullyrðingar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sett fram opinberlega varðandi megrunarkúr sem hann hefur hafið. Í færslu sem Sigmundur Davíð hefur birt opinberlega og fjölmiðlar vísuðu til í vikunni kemur fram að hann sé byrjaður í megrunarkúr sem felist fyrst og fremst í því að borða íslenskan mat. „Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi," sagði Sigmundur Davíð á vefsíðu sinni. Steinar segir að fullyrðingar sem eru hafðar eftir Sigurjóni Vilbergssyni meltingarlækni Sigmundar á Pressunni séu óábyrg og eigi ekki við næringarfræðileg rök að styðjast. Hið sama gildi umummæli eftir Lindu Pétursdóttur, fyrrverandi fegurðardrottningu, í blaðinu Finnur í vikunni. Þar hafi Linda meðal annars sagt að hún blandi ekki saman kolvetnum og próteinum. Steinar segir engin rök fyrir því að óhentugt sé fyrir líkamann að blanda saman kolvetnum og próteinum. Til viðbótar þessu nefnir Linda að hún neyti ekki matar sem sé „verksmiðjuframleiddur" eins og hún orðar það. Steinar segir að það sé því áhugavert fyrir okkur hin að vita hvaðan matvælin sem hún neytir koma. „Er hún á beit í garðinum sínum?" spyr Steinar.Þrælarnir borðuðu ekki byggið Þá segir Steinar að læknir Sigmundar hafi komið með fullyrðingar sem eigi ekki við rök að styðjast. Hann fullyrðir til dæmis að það séu efni á borð við kolvetni, sterkju og mjólkurmat sem fiti okkur. „Það er auðvitað ekki þannig," segir Steinar. Hann bendir á að það sem fiti fólk sé fyrst og fremst það að borða of mikinn mat og hreyfa sig of lítið til móts við það „Og það ætti Sigmundur Davíð að vita manna best," segir Steinar. Hann furðar sig jafnframt á því að Sigurjón segi að „fólk ætti að athuga betur hvaðan matvælin koma. Við erum í raun óvarin gegn þessu en mestu skiptir að við borðum alvöru mat. Það er ekki í genum Íslendinga að borða brauðmeti, hvort sem það eru pizzur, Subway eða hvað þetta heitir allt saman. Víkingarnir borðuðu aldrei brauð og þess vegna voru þeir kannski svona hraustir". Steinar spyr á móti hvað Íslendingar gerðu við byggið og hveitið sem ræktað var í gamla daga. „Gáfu þeir þrælum það eða einhverjum villumönnum," spyr Steinar ennfremur. Hann segir að Sigurjón ætti að kanna málin áður en hann lætur slíkar rangfærslur frá sér. Það er fleira sem Steinar furðar sig á í málflutningi læknis Sigmundar Davíðs. „Hann er með varnaðarorð um kjúkling og svínakjöt en segir að lambakjötið sé í lagi af því að það sé íslenskt og hreint og fínt," segir Steinar. Fyrir þessum fullyrðingum séu engin næringarfræðileg, líffræðileg eða læknisfræðileg rök. „Því finnst mér að neytendur eigi heimtingu á því að maðurinn dragi orð sín til baka eða komi með góðan pakka af vísindalegum rökstuðningi á bak við það sem hann er að segja," segir Steinar. Læknastéttin bregðist við ummælunum Steinar segir gríðarlega óábyrgt fyrir lækni og læknastéttina sem slíka þegar læknir láti út úr sér slíkar fullyrðingar og hann furðar sig á því að læknastéttin hafi ekki brugðist við þessum fullyrðingum.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira