Manchester United áfram á sigurbraut eftir 3-0 sigur á Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2011 14:46 Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram þegar liðið vann 3-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. United er með fullt hús á toppnum ásamt Manchester City og Wolves en er reyndar í 2. sætinu á eftir City þar sem United-liðið er með lakari markatölu. Danny Welbeck er að nýta tækifærið sitt vel því hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið fyrir Anderson. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en leikmenn United sýndu styrk sinn í seinni hálfleiknum og skoruðu öll mörkin sín á síðasta hálftímanum. Manchester United er búið að vinna þrjá fyrstu leiki tímabilsins en þetta var í fyrsta sinn sem Spánverjinn David De Gea heldur marki sínu hreinu. Áður hafði United unnið 3-2 sigur á Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn og 2-1 sigur á West Brom í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Danny Welbeck kom Manchester United í 1-0 á 61. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Tom Cleverley. Annað markið kom fimmtán mínútum síðar eftir frábæra sókn sem endaði á því að Welbeck gaf hælspyrnu á Anderson og Brasilíumaðurinn átti í engum vandræðum með að skora. Ashley Young og Wayne Rooney áttu líka þátt í undirbúningi marksins. Wayne Rooney innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Ryan Giggs sem hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.Staðan í ensku úrvalsdeildinni Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram þegar liðið vann 3-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. United er með fullt hús á toppnum ásamt Manchester City og Wolves en er reyndar í 2. sætinu á eftir City þar sem United-liðið er með lakari markatölu. Danny Welbeck er að nýta tækifærið sitt vel því hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið fyrir Anderson. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en leikmenn United sýndu styrk sinn í seinni hálfleiknum og skoruðu öll mörkin sín á síðasta hálftímanum. Manchester United er búið að vinna þrjá fyrstu leiki tímabilsins en þetta var í fyrsta sinn sem Spánverjinn David De Gea heldur marki sínu hreinu. Áður hafði United unnið 3-2 sigur á Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn og 2-1 sigur á West Brom í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Danny Welbeck kom Manchester United í 1-0 á 61. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Tom Cleverley. Annað markið kom fimmtán mínútum síðar eftir frábæra sókn sem endaði á því að Welbeck gaf hælspyrnu á Anderson og Brasilíumaðurinn átti í engum vandræðum með að skora. Ashley Young og Wayne Rooney áttu líka þátt í undirbúningi marksins. Wayne Rooney innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Ryan Giggs sem hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.Staðan í ensku úrvalsdeildinni
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira