Enski boltinn

Sir Alex: Þetta var frábær frammistaða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með sína menn eftir 3-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í kvöld. United gerði út um leikinn með þremur mörkum á síðasta hálftíma leiksins.

„Þetta var frábær frammistaða. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en við fórum á flug í seinni hálfleiknum. Ég er mjög ánægður með þetta unga lið okkar og þetta sýndi að við höfum ennþá trú á ungum leikmönnum. Hæfileikar þeirra leyna sér heldur ekki," sagði Sir Alex Ferguson.

Hann var afar ánægður með Danny Welbeck sem skoraði fyrsta markið með góðum skalla og lagði síðan upp annað markið með skemmtilegri hælspyrnu.

„Það verður ekki auðvelt fyrir mig að velja framherja í næstu leikjum. Danny Welbeck hefur mikla yfirferð og frábært hugarfar. Dimitar Berbatov and Michael Owen, Javier Hernandez og Wayne Rooney hafa líka allir mismundandi styrkleika. Þetta verður mikið vandmál," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×