Enski boltinn

Mancini: Ef þetta var víti þá ættum við að fá fimm víti í leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var allt annað en ánægður með vítaspyrnuna sem City fékk á sig þrettán mínútum fyrir leikslok í 2-2 jafntefli á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Craig Gardner tryggði heimamönnum jafntefli með því að skora úr vítaspyrnunni sem var dæmd fyrir klaufalegt brot Patrick Vieira á Kevin Phillips.

„Þetta var alls ekki vítaspyrna. Ef þetta var víti þá ættum við að fá fimm víti í leik," sagði Roberto Mancini.

Manchester City hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum eftir 0-1 tap fyrir Aston Villa í leiknum á undan. Liðið er því átta stigum á eftir toppliði Manchester United og jafnframt búið að spila leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×