Enski boltinn

Tveir West Ham menn inn í enska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Green gerði stór mistök á HM síðasta sumar.
Robert Green gerði stór mistök á HM síðasta sumar. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabio Capello, þjálfari enska lansliðsins, hefur kallað á tvo leikmenn West Ham inn í lansliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn á móti Dönum á miðvikudaginn vegna forfalla úr hópnum. Leikurinn fer fram á Parken í Kaupmannahöfn.

Þetta eru markvörðurinn Robert Green og framherjinn Carlton Cole. Fjórir leikmenn forfölluðust úr liðinu, fyrirliðinn Steven Gerrard, Peter Crouch, markvörðurinn Ben Foster og Gabriel Agbonlahor

Gerrard, Crouch og Foster meiddust allir í leikjum sinna liða um helgina en Agbonlahor fékk leyfi af persónulegum ástæðum. Gerrard meiddist á nára í sigri Liverpool á Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×