Íslenski boltinn

Andrés Már: Búnir að læra af mistökunum

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli
„Þetta var frábært, við lögðum okkur alla fram og vorum yfir allan leikinn fannst mér. Þetta var verðskuldað. Góður sigur, kannski ekki fallegasti fótboltinn heldur vinnusigur," sagði kampakátur miðjumaður Fylkis Andrés Már Jóhannesson.

Um ástand vallarins hafði Andrés Már þetta að segja:

„Hann er dálítið ójafn en ekkert til að tala um. Hann er bara mjög góður miðað við árstíma. Þetta er allt í lagi. Hann verður miklu betri eftir tvær þrjár vikur."

Fylkismenn glutruðu niður unnum leik í fyrstu umferð mótsins líkt og gerðist svo oft síðasta sumar en þeim hefur gengið ágætlega síðan.

„Við erum orðnir einbeittari, loksins búnir að læra af mistökunum. Nú gerum við þetta almennilega og klárum 90 mínútur."


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fylkis gegn Val

Fylkismenn unnu 2-1 baráttusigur á Valsmönnum í Lautinni í Árbænum í kvöld. Þórir Hannesson og Albert Brynjar Ingason komu Fylki í 2-0 áður en bakvörðurinn Jónas Tór Næs minnkaði muninn með skallamarki í lok leiksins. Sigur Fylkis var sanngjarn þar sem þeir voru beittari í aðgerðum sínum og sköpuðu sér hættulegri færi. Valsarar voru hins vegar bitlausir fram á við og fundu ekki leiðina í markið fyrr en of seint. Fylkismenn eru með sigrinum komnir í hóp efstu liða deildarinnar með sjö stig en Valsmenn koma skammt undan með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×