Íslenski boltinn

Bjarni: Alveg sama hvað sérfræðingar Rúv segja

Benedikt Bóas Hinriksson á Laugardalsvelli skrifar
Mynd/Pjetur
„Ég veit það nú ekki - mér er alveg sama.“ aðspurður um hvort hann haldi að sérfræðingar Rúv séu búnir að skilgreina þá loksins.

„Fínn leikur í heildina, svolítið þungt í byrjun og gefum þessi mörk en þau koma nú yfirleitt eftir mistök. En frábær innkoma í síðari hálfleik og kjarkur og dugnaður fram á við. Við ógnum inn fyrir línuna hvað eftir annað og það skilar okkur þessum mörkum sem ég tel mjög gott því Fram er ekki þekkt fyrir að fá á sig mikið af mörkum. Sérstaklega ekki hér.“

Bjarni hrósaði spyrnunni hjá Garðari sérstaklega. „Það er ótrúlegt að menn séu komnir nánast á fertugsaldurinn og séu að uppgvöta það að þeir geti tekið aukaspyrnur, hann hefur kannski aldrei fengið að taka þær,“ sagði Bjarni og hló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×