Íslenski boltinn

Heimir: Tek ofan fyrir peyjunum

Valur Smári Heimisson á Hásteinsvelli skrifar
Mynd/Anton
Heimir Hallgrímsson var ánægður með strákana sína en hann stillti með tvo framherja í dag sem er ekki vaninn hjá Eyjamönnum.

„Mér fannst við spila nokkuð vel og það sást alveg að bæði lið vildu vinna þennann leik. Það er bara sá tímapunktur í mótinu að við vildum virkilega þrjú stig í dag en mér fannst það sjást hérna í lokinn að það er búið að vera þétt leikjaprógram og menn voru orðnir þreyttir. Ég tek þó ofan hattinn fyrir peyjunum því þeir hlupu og börðust en mér fannst við vera líklegri hérna í lokinn.“

„Bæði lið voru að fá færi í lokinn, þetta er týpískur svona leikur að maður gat fengið mark á sig og skorað mark hérna í lokin. Ég held að við þjálfararnir erum báðir ósáttir að hafa ekki fengið þrjú stig en samt líka svolítið sáttir að hafa ekki tapað. Þessi færi hérna í lokinn voru að koma eftir mistök því menn voru orðnir svo þreyttir.“

Sigrar Eyjamanna hafa verið að koma í blálokin til þessa og flestir Eyjamenn voru því gríðarlega spenntir á lokamínútunum. „Við höfum verið að skapa okkur þessa heppni sem hefur verið með okkur í okkar sigrum. Við erum að berjast alveg allann leikinn og mér fannst það sjást í dag að við áttum meira inni heldur en Blikarnir undir það síðasta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×