Íslenski boltinn

Halldór Orri: Ég lofa þrennu í sumar

Benedikt Bóas Hinriksson á Laugardalsvelli skrifar
Halldór Orri er hér annar frá vinstri.
Halldór Orri er hér annar frá vinstri. Mynd/Valli
Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar hefði vel getað skorað mun fleiri mörk en þessi tvö sem hann gerði í kvöld.

„Mig langaði í þrennuna. Hún kom bara ekki því miður. En ég lofa að hún dettur inn í sumar. Þetta er einhver sætasti sigur sem maður hefur nánast upplifað. Við höfum komið hingað síðusu ár og tapað og þetta er ákveðinn hjalli sem við erum að stíga yfir með þessum sigri.

Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera í járnum þó svo að dómar voru að falla helvíti mikið með þeim. En við ákváðum að láta dómarann ekkert pirra okkur og töluðum um það í hálfleik. Við mætum svo flottir og sprækir í síðari hálfleikinn þar sem við löndum þessum stigum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×