Fótbolti

Hundur fær fyrstu spyrnu í leik í frönsku úrvalsdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þessi hvutti var óboðinn gestur á leik í Copa America í sumar en hann Taz fær væntanlega höfðinglegar mótttökur í Caen um helgina.
Þessi hvutti var óboðinn gestur á leik í Copa America í sumar en hann Taz fær væntanlega höfðinglegar mótttökur í Caen um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Óhætt er að segja að leikur Caen og Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni muni fara heldur óvenjulega af stað um helgina.

Hundurinn Taz mun eiga fyrstu spyrnu leiksins en hann verður í fylgd eiganda síns, Benoit. Taz er af tegundinni gullinsækir, betur þekkt sem Golden retriever á ensku.

Þetta kemur þó til af góðu einu en þetta er gert til að vekja athygli á starfssemi góðgerðarstofnunnarinnar Handi'chiens sem útvegar blindrahunda fyrir þá sjónskertu og blindu.

Hugmyndin kviknaði hjá nemendum í markaðsfræði í háskólanum í Caen en þeir voru í nánu samstarfi við Caen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×