Enski boltinn

Eigandi QPR vill fá Beckham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tony Fernandes, nýr eigandi QPR.
Tony Fernandes, nýr eigandi QPR. Nordic Photos / Getty Images
Tony Fernandes, nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins QPR, hefur verið duglegur að fá nýja leikmenn til liðs við félagið og nú hefur hann beint sjónum sínum að David Beckham.

Þeir Joey Barton, Shaun Wright-Phillips og Anton Ferdinand gengu allir til liðs við QPR í síðasta mánuði en lokað var fyrir félagaskipti í lok ágústmánaðar.

Samningur Beckham við LA Galaxy í Bandaríkjunum rennur út í nóvember næstkomandi og verður honum þá frjálst að semja við önnur félög. Hann fengi þó ekki að spila með nýju liði í Evrópu fyrr en eftir áramót.

„Ég held að það væri frábært fyrir félagið að fá einhvern eins og David Beckham. Við skulum sjá til,“ skrifaði Fernandes á Twitter-síðu sína. Enskir fjölmiðlar hafa meira að segja fullyrt að Fernandes hafi þegar átt í viðræðum við Galaxy um Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×