Enski boltinn

Ferguson ætlar ekki að áfrýja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar ekki að áfrýja dómi aganefndar enska knattspyrnusambandsins sem féll í vikunni.

Ferugson var þá dæmdur í fimm leikja bann fyrir ummæli sín um Martin Atkinson, dómara leiks United og Chelsea í síðasta mánuði.

Bannið átti að taka fyrst gildi eftir helgi en Ferguson óskaði þess sérstaklega að það myndi taka gildi strax.

Það þýðir að Ferguson verður búinn að taka út refsinguna þegar að United mætir Arsenal í maímánuði en sá leikur mun hugsanlega ráða miklu í baráttunni um enska meistaratitilinn.

Ferguson missir engu að síður af leik United gegn Manchester City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar þann 16. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×