Enski boltinn

Aron Einar lagði upp mark í sigri Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar, til vinstri, í leik með Cardiff.
Aron Einar, til vinstri, í leik með Cardiff. Nordic Photos / Getty Imagse
Cardiff komst í kvöld upp í sjötta sæti ensku B-deildarinnar er liðið vann 2-1 sigur á toppliði Southampton á heimavelli. Kenny Miller skoraði bæði mörk Cardiff.

Southampton, Middlesbrough og Derby eru öll með nítján stig á toppi deildadrinnar en Cardiff er nú með sextán stig.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir síðastnefnda liðið í kvöld og lagði upp síðara mark Miller í kvöld.

Steve De Ridder náði að minnka muninn fyrir Southampton í uppbótartíma en þar við sat. Einn annar leikur fór fram í deildinni í kvöld en í honum gerðu Middlesbrough og Leicester markalaust jafntefli.

Í Skotlandi spilaði Guðlaugur Victor Pálsson allan leikinn er lið hans, Hibernian, vann 3-2 sigur á St. Johnstone. Hibs eru í tíunda sæti skosku úrvalsdeildairnnar með níu stig eftir níu leiki.

Þess má einnig geta að danska liðið Esbjerg komst fyrr í dag áfram í 16-liða úrslit dönsku bikarkeppninnar með 3-1 sigri á HB Köbe í framlengdum leik. Arnór Smárason spilaði allar 120 mínúturnar í liði Esbjerg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×