Enski boltinn

Bramble laus úr haldi gegn tryggingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Titus Bramble í leik með Sunderland í mánuðinum.
Titus Bramble í leik með Sunderland í mánuðinum. Nordic Photos / Getty Images
Enski knattspyrnumaðurinn Titus Bramble er nú laus úr haldi lögreglu en hann var handtekinn fyrr í dag grunaður um kynferðisglæp auk þess sem hann var með eiturlyf í sínum fórum.

Bramble var yfirheyrður í dag en svo sleppt úr haldi gegn tryggingu. Hann er á mála hjá Sunderland þar sem hann spilar sem varnarmaður en ólíklegt verður að teljast að hann eigi bjarta framtíð í boltanum ef grunurinn reynist á rökum reistur.

Bramble var í fyrra handtekinn fyrri nauðgun en síðar sleppt án kæru. Bróðir hans, Tesfaye, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun í síðasta mánuði.

Titus Bramble er 30 ára gamall og hefur leikið með Ipswich, Newcastle, Wigan og Sunderland á ferlinum. Hann skoraði eitt mark í 4-0 sigri Sunderland á Stoke fyrir stuttu.


Tengdar fréttir

Bramble handtekinn í morgun

Titus Bramble, varnarmaður Sunderland, er í vondum málum. Hann var handtekinn í dag grunaður um kynferðislega árás og að hafa undir höndum eiturlyf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×