Barcelona farið að spila leikkerfið 3-1-3-3 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2011 17:30 Pep Guardiola segir Javier Mascherano, eina miðverði sínum á móti Atlético Madrid, hvað hann vill fá frá honum. Mynd/AP Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, virðist vera búinn að finna leið til að koma öllum sókndjöfru heimsklassa leikmönnum sínum fyrir í liði Evrópumeistaranna. Koma Cesc Fabregas í haust skapaði viss vandamál í liðsuppstillingunni sem og uppkoma Thiago á undirbúningstímabilinu en Guardiola fann lausnina með því að breyta um leikkerfi. Barcelona hefur spilað 3-1-3-3 leikkerfið í undanförnum leikjum þar sem að Guardiola hefur fært einn miðvörðinn sinn upp í stöðu afturliggjandi miðjumanns. Hann er því bara í raun með þriggja manna vörn og einn af þessum þremur varnarmönnum er síðan bakvörðurinn Daniel Alves sem eyðir oft meiri tíma á sóknarvelli en varnarvelli. Í 5-0 sigrinum á Atlético Madrid um síðustu helgi voru þeir Xavi Hernández, Cesc Fàbregas og Thiago Alcantara á miðjunni með Sergio Busquets fyrir aftan sig. Pedro Rodríguez, Lionel Messi og David Villa voru síðan í fremstu línu. Gerard Piqué kom inn á sem varamaður fyrir Sergio Busquets og Barcelona datt þá aftur niður í 4-3-3 kerfið þar sem Piqué lék með Javier Mascherano í miðvarðarstöðunni. Það má ekki búast við því að Barcelona spili 3-1-3-3 (eða 3-4-3) kerfið á móti sterkari andstæðingum í Meistaradeildinni en í þeim leikjum þar sem Guardiola veit að liðið verður 70-80 prósent með boltann þá hikar hann væntanlega ekki við að fækka í vörninni. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, virðist vera búinn að finna leið til að koma öllum sókndjöfru heimsklassa leikmönnum sínum fyrir í liði Evrópumeistaranna. Koma Cesc Fabregas í haust skapaði viss vandamál í liðsuppstillingunni sem og uppkoma Thiago á undirbúningstímabilinu en Guardiola fann lausnina með því að breyta um leikkerfi. Barcelona hefur spilað 3-1-3-3 leikkerfið í undanförnum leikjum þar sem að Guardiola hefur fært einn miðvörðinn sinn upp í stöðu afturliggjandi miðjumanns. Hann er því bara í raun með þriggja manna vörn og einn af þessum þremur varnarmönnum er síðan bakvörðurinn Daniel Alves sem eyðir oft meiri tíma á sóknarvelli en varnarvelli. Í 5-0 sigrinum á Atlético Madrid um síðustu helgi voru þeir Xavi Hernández, Cesc Fàbregas og Thiago Alcantara á miðjunni með Sergio Busquets fyrir aftan sig. Pedro Rodríguez, Lionel Messi og David Villa voru síðan í fremstu línu. Gerard Piqué kom inn á sem varamaður fyrir Sergio Busquets og Barcelona datt þá aftur niður í 4-3-3 kerfið þar sem Piqué lék með Javier Mascherano í miðvarðarstöðunni. Það má ekki búast við því að Barcelona spili 3-1-3-3 (eða 3-4-3) kerfið á móti sterkari andstæðingum í Meistaradeildinni en í þeim leikjum þar sem Guardiola veit að liðið verður 70-80 prósent með boltann þá hikar hann væntanlega ekki við að fækka í vörninni.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira