Enn lengist meiðslalisti Arsenal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2011 06:00 Arsene Wenger ræðir hér við hinn átján ára Ryo Miyaichi á æfingu Arsenal í gær. Nordic Photos / Getty Images Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verða mörg stórlið evrópskrar knattspyrnu í eldlínunni. Arsenal er nú komið á smá skrið eftir 3-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og getur í kvöld gert enn betur með sigri á Olympiakos í Meistaradeild Evrópu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mætir þó með vængbrotið lið til leiks því að þeir Gervinho, Laurent Koscielny og Theo Walcott, sem var frábær gegn Bolton, missa allir af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Einnig var staðfest í gær að Jack Wilshere yrði frá í minnst fjóra mánuði eftir að hafa gengið undir aðgerð á ökkla. Alls eru fjórir leikmenn Arsenal til viðbótar enn frá vegna meiðsla og því ljóst að það getur enn brugðið til beggja vona fyrir þá rauðklæddu í kvöld. Hitt Lundúnaliðið í Meistaradeildinni, Chelsea, fær erfitt verkefni í kvöld því liðið mætir Valencia á útivelli. Juan Mata, sem var keyptur til Chelsea í síðasta mánuði, snýr því aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Valencia gerði óvænt jafntefli við Genk í síðustu umferð og reiknar André Villas-Boas, stjóri Chelsea, því með erfiðum leik í kvöld. „Ég átt von á því að Valencia myndi vinna þann leik. Þeir ætla sér því sigur í kvöld en það er líka ljóst að sigur myndi setja okkur í mjög þægilega stöðu í riðlinum.“ Barcelona og AC Milan mæta bæði veikari andstæðingum í kvöld en það eru góðar fréttir fyrir síðarnefnda liðið að Zlatan Ibrahimovic er aftur orðinn leikfær eftir meiðsli. Milan hefur verið í framherjaveseni þar sem þeir Pato og Robinho eru báðir meiddir. Gamla brýnið Pippo Inzaghi er heill en hann er ekki á leikmannalista liðsins í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verða mörg stórlið evrópskrar knattspyrnu í eldlínunni. Arsenal er nú komið á smá skrið eftir 3-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og getur í kvöld gert enn betur með sigri á Olympiakos í Meistaradeild Evrópu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mætir þó með vængbrotið lið til leiks því að þeir Gervinho, Laurent Koscielny og Theo Walcott, sem var frábær gegn Bolton, missa allir af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Einnig var staðfest í gær að Jack Wilshere yrði frá í minnst fjóra mánuði eftir að hafa gengið undir aðgerð á ökkla. Alls eru fjórir leikmenn Arsenal til viðbótar enn frá vegna meiðsla og því ljóst að það getur enn brugðið til beggja vona fyrir þá rauðklæddu í kvöld. Hitt Lundúnaliðið í Meistaradeildinni, Chelsea, fær erfitt verkefni í kvöld því liðið mætir Valencia á útivelli. Juan Mata, sem var keyptur til Chelsea í síðasta mánuði, snýr því aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Valencia gerði óvænt jafntefli við Genk í síðustu umferð og reiknar André Villas-Boas, stjóri Chelsea, því með erfiðum leik í kvöld. „Ég átt von á því að Valencia myndi vinna þann leik. Þeir ætla sér því sigur í kvöld en það er líka ljóst að sigur myndi setja okkur í mjög þægilega stöðu í riðlinum.“ Barcelona og AC Milan mæta bæði veikari andstæðingum í kvöld en það eru góðar fréttir fyrir síðarnefnda liðið að Zlatan Ibrahimovic er aftur orðinn leikfær eftir meiðsli. Milan hefur verið í framherjaveseni þar sem þeir Pato og Robinho eru báðir meiddir. Gamla brýnið Pippo Inzaghi er heill en hann er ekki á leikmannalista liðsins í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira