Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra 10. febrúar 2011 19:01 Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps.Synjun ráðherra fyrir rúmu ári að staðfesta skipulag tveggja hreppa, Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, stöðvaði í raun þrjár virkjanir í neðri Þjórsá, kenndar við Urriðafoss, Holt og Hvamm, en þær voru fullhannaðar og tilbúnar til útboðs. Svandís Svavarsdóttir hafnaði skipulaginu á þeirri forsendu að Landsvirkjun hefði greitt kostnað viðkomandi sveitarfélaga vegna skipulagsvinnu.Ráðamenn Flóahrepps sættu sig ekki við ákvörðun ráðherrans, hvað varðar Urriðafossvirkjun, töldu þetta pólitískan gerning en ekki faglegan. Flóamenn höfðu sigur í Héraðsdómi í haust og nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm. Fimm dómarar Hæstaréttar voru einhuga um niðurstöðuna.Óskar Sigurðsson, lögmaður Flóahrepps, segir dóm Hæstaréttar vera mikinn áfellisdóm yfir stjórnsýslu ráðherra; að ráðherra hafi brotið gegn fyrirmælum laga við ákvörðun sína og ekki farið eftir því sem lagaatextinn segir.Þá komi fram í dómnum að sveitarstjórn hafi að öllu leyti, efnislega, málefnalega og löglega, staðið rétt að sínum ákvörðunum, að sögn Óskars.„Það er þvert gegn því sem ráðherra hefur haldið fram, - og sveitarstjórnarmenn þurft að sitja undir áburði um það að hafa ekki staðið faglega að málum. Þessu er einfaldlega hnekkt, bæði í héraði og Hæstarétti," segir lögmaðurinn.Synjun Svandísar í fyrra hafði þær afleiðingar, að sögn forstjóra Landsvirkjunar, að fyrirtækið ákvað að fresta öllum viðræðum við fjölda erlenda fyrirtækja sem óskað höfðu eftir orkukaupum, og sagði Hörður Arnarson þá að ákvörðun ráðherrans myndi tefja atvinnuuppbyggingu, sem nýtt hefði orku þessara virkjana, um eitt til tvö ár.„Ég geri ráð fyrir því að ráðherra staðfesti þetta skipulag á næstu dögum," segir lögmaður Flóahrepps. Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps.Synjun ráðherra fyrir rúmu ári að staðfesta skipulag tveggja hreppa, Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, stöðvaði í raun þrjár virkjanir í neðri Þjórsá, kenndar við Urriðafoss, Holt og Hvamm, en þær voru fullhannaðar og tilbúnar til útboðs. Svandís Svavarsdóttir hafnaði skipulaginu á þeirri forsendu að Landsvirkjun hefði greitt kostnað viðkomandi sveitarfélaga vegna skipulagsvinnu.Ráðamenn Flóahrepps sættu sig ekki við ákvörðun ráðherrans, hvað varðar Urriðafossvirkjun, töldu þetta pólitískan gerning en ekki faglegan. Flóamenn höfðu sigur í Héraðsdómi í haust og nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm. Fimm dómarar Hæstaréttar voru einhuga um niðurstöðuna.Óskar Sigurðsson, lögmaður Flóahrepps, segir dóm Hæstaréttar vera mikinn áfellisdóm yfir stjórnsýslu ráðherra; að ráðherra hafi brotið gegn fyrirmælum laga við ákvörðun sína og ekki farið eftir því sem lagaatextinn segir.Þá komi fram í dómnum að sveitarstjórn hafi að öllu leyti, efnislega, málefnalega og löglega, staðið rétt að sínum ákvörðunum, að sögn Óskars.„Það er þvert gegn því sem ráðherra hefur haldið fram, - og sveitarstjórnarmenn þurft að sitja undir áburði um það að hafa ekki staðið faglega að málum. Þessu er einfaldlega hnekkt, bæði í héraði og Hæstarétti," segir lögmaðurinn.Synjun Svandísar í fyrra hafði þær afleiðingar, að sögn forstjóra Landsvirkjunar, að fyrirtækið ákvað að fresta öllum viðræðum við fjölda erlenda fyrirtækja sem óskað höfðu eftir orkukaupum, og sagði Hörður Arnarson þá að ákvörðun ráðherrans myndi tefja atvinnuuppbyggingu, sem nýtt hefði orku þessara virkjana, um eitt til tvö ár.„Ég geri ráð fyrir því að ráðherra staðfesti þetta skipulag á næstu dögum," segir lögmaður Flóahrepps.
Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent