Enski boltinn

Jewell tekur við af Keane

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paul Jewell.
Paul Jewell.

Forráðamenn Ipswich voru ekki lengi að finna arftaka Roy Keane sem þeir ráku fyrir helgi. Félagið réð í dag Paul Jewell í hans stað.

Jewell er þrautreyndur knattspyrnustjóri sem hefur verið með Bradford og Wigan. Hann var síðast hjá Derby County en gekk ekki sem skildi þar.

Jewell skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Ipswich.

Félagið er sem stendur í 19. sæti í ensku B-deildinni. Liðið tapaði 7-0 fyrir Chelsea í bikarnum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×