Fótbolti

Japanskt lið á eftir Ronaldinho

Þó svo Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi bætt á sig nokkrum kílóum og virðist ekki hafa allt of mikinn áhuga á fótbolta lengur er enn eftirspurn eftir þjónustu hans.

Hann er á mála hjá Flamengo í heimalandinu um þessar mundir en nú ætlar japanska liðið Kawasaki Frontale að reyna að kaupa hann.

Flamengo greiddi 3 milljónir evra fyrir leikmanninn á sínum tama og ætlar ekki að sleppa honum ódýrt.

Forráðamenn japanska liðsins hafa stóra drauma um liðið sem situr í 12. sæti deildarinnar. Að fá Ronaldinho í liðið yrði fyrsti skrefið í átt að toppnum að þeirra mati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×