Enski boltinn

Rio vill gerast stjóri með Neville sem aðstoðarþjálfara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.

Miðvörðurinn Rio Ferdinand hefur greint frá því að það heilli hann að fara út í knattspyrnustjórnun þegar knattspyrnuferlinum lýkur.

Hinn 32 ára gamli Rio sagði um daginn að hann vildi helst spila þar til hann yrði fertugur.

"Ef ég fæ einhvern tima tækifæri til þess að stýra liði þá mun ég að sjálfsögðu íhuga það alvarlega. Það er samt nokkuð í að ég hætti að spila," sagði Rio en hvern myndi hann vilja sem aðstoðarmann sinn?

"Gary Neville yrði fullkominn í það starf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×