Fótbolti

Tuttugu mánaða bann fyrir að reyna að troða flautunni ofan í dómara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessi mynd tengist þessari frétt ekki neitt.
Þessi mynd tengist þessari frétt ekki neitt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ítalskur fótboltamaður má ekki spila fótbolta næstu tuttugu mánuði eftir að hann reyndi að troða flautunni ofan í dómara í leik á dögunum.

Andrea Biondi er áhugamaður hjá Albereta 72 liðinu frá Flórens og missti algjörlega stjórn á sér eftir að hann var rekinn útaf fyrir kjaftbrúk í 2-2 jafnteflisleik á móti Sancat.

Biondi tók hnakkadrambið á dómaranum og reyndi að ýta flautunni ofan í dómarann sem að sjálfsögðu streittist á móti. Biondi var síðan dregin í burtu en hélt áfram að hrauna yfir dómarann á leið sinni útaf vellinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×