Barcelona og AC Milan komin áfram - öll úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 19:15 Lionel Messi fagnar í kvöld. Mynd/AFP Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið. Lionel Messi skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð fyrir Barcelona og það fyrsta var hans 200. fyrir félagið. Messi fiskaði víti og Marian Cisovsky útaf með rautt spjald á 24. mínútu. Messi skoraði síðan sjálfur úr vítinu og staða Tékkanna var orðin slæm enda nógu erfitt að spila með fullt lið á móti Börsungum. Messi kom Barcelona síðan í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir laglegt samspil við Adriano. Cesc Fabregas skoraði þriðja markið á 72. mínútu og Messi innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma. Zlatan Ibrahimovic kom AC Milan í 1-0 á 22. mínútu á móti BATE Borisov í Hvíta Rússlandi en Svíinn fékk þá sendingu frá Robinho. Renan jafnaði metin á 55. mínútu og þannig endaði leikurinn. Barcelona er með 10 stig en AC Milan er með átta stig eða sex stigum fleiri en BATE. AC Milan er hinsvegar með betri innbyrðsstöðu en BATE og verður því aldrei neðar en hvít-rússneska liðið. Ensku liðin Arsenal og Chelsea náðu aðeins jafnteflum út úr sínum leikjum en sigur á heimavelli á móti Marseille hafði skilað lærisveinum Arsene Wenger í sextán liða úrslitin. Arsenal er með eins stigs forskot á Marseille í F-riðli en Borussia Dortmund á enn möguleika eftir 1-0 heimasigur á Olympiacos. Spennan jókst í E-riðlinum þökk sé 1-1 jafntefli Chelsea á útivelli á móti belgíska liðinu Genk og 3-1 sigri á Valencia á heimavelli á móti Bayer Leverkusen. Chelsea er með 8 stig eða tveimur stigum meira en Leverkusen. Valencia er nú aðeins þremur stigum á eftir enska liðinu eftir þennan góða sigur. Brasilíumaðurinn Jonas kom Valencia í 1-0 eftir aðeins 10,6 sekúndur eftir hrein gjöf frá varnarmönnum þýska liðsins. Hann var aðeins þremur hundraðshlutum frá því að bæta met Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir Bayern Müncghen á móti Real Madrid árið 2007. Michael Ballack spilaði leikinn nefbrotinn og með grímu. Hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Stefan Kiessling á 31. mínútu en Kiessling skallaði þá inn fyrirgjöf Ballack. Valencia tryggði sér hinsvegar fyrsta sigur sinn í riðlinum með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Ramires kom Chelsea í 1-0 á 25. mínútu eftir laglegt þríhyrningsspil við Fernando Torres. Chelsea gat bætt við mörkum á næstu mínútum ekki síst á 39. mínútu leiksins þegar David Luiz lét ungverska markvörðinn Laszlo Koteles verja frá sér víti sem var dæmt fyrir hendi. Það var hinsvegar Genk sem skoraði næsta mark og tryggði sér 1-1 jafntefli. Zenit St Pétursborg og APOEL Nicosia eru í tveimur efstu sætum G-riðils eftir eins marks sigra á heimavelli. Porto tapaði á Kýpur og er nú í 3.sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Zenit og fjórum stigum á eftir toppliði APOEL.Öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillValencia-Bayer Leverkusen 3-1 1-0 Jonas (1.), 1-1 Stefan Kiessling (31.), 2-1 Roberto Soldado (65.), 3-1 Adil Rami (75.)Genk-Chelsea 1-1 0-1 Ramires (25.), 1-1 Jelle Vossen (61.),F-riðillArsenal-Marseille 0-0Borussia Dortmund-Olympiacos 1-0 1-0 Kevin Großkreutz (7.)G-riðillZenit-Shakhtar Donetsk 1-0 1-0 Nicolas Lombaerts (45.)Apoel Nicosia-Porto 2-1 1-0 Ailton Jose Almeida (42.), 1-1 Hulk (89.), 2-1 Gustavo Manduca (90.)H-riðillFC Bate Borisov-AC Milan 1-1 0-1 Zlatan Ibrahimovic (22.), 1-1 Renan (55.)Viktoria Plzen-Barcelona 0-4 0-1 Lionel Messi, víti (24.), 0-2 Lionel Messi. (45+2), 0-3 Cesc Fabregas (72.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira
Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið. Lionel Messi skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð fyrir Barcelona og það fyrsta var hans 200. fyrir félagið. Messi fiskaði víti og Marian Cisovsky útaf með rautt spjald á 24. mínútu. Messi skoraði síðan sjálfur úr vítinu og staða Tékkanna var orðin slæm enda nógu erfitt að spila með fullt lið á móti Börsungum. Messi kom Barcelona síðan í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir laglegt samspil við Adriano. Cesc Fabregas skoraði þriðja markið á 72. mínútu og Messi innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma. Zlatan Ibrahimovic kom AC Milan í 1-0 á 22. mínútu á móti BATE Borisov í Hvíta Rússlandi en Svíinn fékk þá sendingu frá Robinho. Renan jafnaði metin á 55. mínútu og þannig endaði leikurinn. Barcelona er með 10 stig en AC Milan er með átta stig eða sex stigum fleiri en BATE. AC Milan er hinsvegar með betri innbyrðsstöðu en BATE og verður því aldrei neðar en hvít-rússneska liðið. Ensku liðin Arsenal og Chelsea náðu aðeins jafnteflum út úr sínum leikjum en sigur á heimavelli á móti Marseille hafði skilað lærisveinum Arsene Wenger í sextán liða úrslitin. Arsenal er með eins stigs forskot á Marseille í F-riðli en Borussia Dortmund á enn möguleika eftir 1-0 heimasigur á Olympiacos. Spennan jókst í E-riðlinum þökk sé 1-1 jafntefli Chelsea á útivelli á móti belgíska liðinu Genk og 3-1 sigri á Valencia á heimavelli á móti Bayer Leverkusen. Chelsea er með 8 stig eða tveimur stigum meira en Leverkusen. Valencia er nú aðeins þremur stigum á eftir enska liðinu eftir þennan góða sigur. Brasilíumaðurinn Jonas kom Valencia í 1-0 eftir aðeins 10,6 sekúndur eftir hrein gjöf frá varnarmönnum þýska liðsins. Hann var aðeins þremur hundraðshlutum frá því að bæta met Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir Bayern Müncghen á móti Real Madrid árið 2007. Michael Ballack spilaði leikinn nefbrotinn og með grímu. Hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Stefan Kiessling á 31. mínútu en Kiessling skallaði þá inn fyrirgjöf Ballack. Valencia tryggði sér hinsvegar fyrsta sigur sinn í riðlinum með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Ramires kom Chelsea í 1-0 á 25. mínútu eftir laglegt þríhyrningsspil við Fernando Torres. Chelsea gat bætt við mörkum á næstu mínútum ekki síst á 39. mínútu leiksins þegar David Luiz lét ungverska markvörðinn Laszlo Koteles verja frá sér víti sem var dæmt fyrir hendi. Það var hinsvegar Genk sem skoraði næsta mark og tryggði sér 1-1 jafntefli. Zenit St Pétursborg og APOEL Nicosia eru í tveimur efstu sætum G-riðils eftir eins marks sigra á heimavelli. Porto tapaði á Kýpur og er nú í 3.sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Zenit og fjórum stigum á eftir toppliði APOEL.Öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillValencia-Bayer Leverkusen 3-1 1-0 Jonas (1.), 1-1 Stefan Kiessling (31.), 2-1 Roberto Soldado (65.), 3-1 Adil Rami (75.)Genk-Chelsea 1-1 0-1 Ramires (25.), 1-1 Jelle Vossen (61.),F-riðillArsenal-Marseille 0-0Borussia Dortmund-Olympiacos 1-0 1-0 Kevin Großkreutz (7.)G-riðillZenit-Shakhtar Donetsk 1-0 1-0 Nicolas Lombaerts (45.)Apoel Nicosia-Porto 2-1 1-0 Ailton Jose Almeida (42.), 1-1 Hulk (89.), 2-1 Gustavo Manduca (90.)H-riðillFC Bate Borisov-AC Milan 1-1 0-1 Zlatan Ibrahimovic (22.), 1-1 Renan (55.)Viktoria Plzen-Barcelona 0-4 0-1 Lionel Messi, víti (24.), 0-2 Lionel Messi. (45+2), 0-3 Cesc Fabregas (72.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira