Viljum enda árið vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2011 07:45 Hólmfríður Magnúsdóttir verður á sínum stað í íslenska liðinu í Belfast í dag.fréttablaðið/vilhelm Ísland leikur í dag sinn síðasta leik á árinu er stelpurnar okkar mæta Norður-Írlandi í Belfast í undankeppni EM 2013. Ísland er taplaust í riðlinum og segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari að stefnan sé að kóróna frábært ár með landsliðinu með sigri. „Ef við vinnum þennan leik förum við inn í fríið með þrettán stig af fimmtán mögulegum. Það setur pressu á hin liðin,“ segir Sigurður Ragnar, en Ísland hóf landsliðsárið á því að komast alla leið í úrslitaleik Algarve-mótsins, þar sem liðið tapaði fyrir Bandaríkjunum. „Þetta hefur verið frábært ár en það er mikilvægt að við endum það á jákvæðum nótum. Ég á þó von á mjög erfiðum leik gegn Norður-Írlandi.“ Lykilmenn að glíma við meiðsliÞó nokkrir lykilleikmenn í íslenska landsliðinu hafa verið að glíma við meiðsli auk þess sem Edda Garðarsdóttir er orðin veik. Þá hafa þær Þóra B. Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir ekki getað beitt sér af fullum krafti á æfingum vegna ýmissa meiðsla. „Það vill oft vera erfitt að spila á þessum árstíma. Okkar leikmenn eru flestir búnir með sín tímabil og mikið er um þreytu og álagsmeiðsli. Við mættum einmitt Norður-Írlandi hér úti fyrir tveimur árum á svipuðum árstíma og höfðum þá nauman 1-0 sigur í miklum baráttuleik. Ég á von á öðru eins í dag.“ Ísland er í góðri stöðu í riðlinum. Liðið vann sterkt lið Noregs á heimavelli í haust en varð reyndar að sætta sig við markalaust jafntefli við Belgíu í næsta leik á eftir. Liðið komst aftur á sigurbraut um helgina er það vann Ungverjaland ytra, 1-0, með marki Dóru Maríu Lárusdóttur í seinni hálfleik. „Ég var ekki alveg nógu ánægður með leikskipulagið í fyrri hálfleik og setti því Dóru Maríu inn á. Leikur liðsins lagaðist heilmikið í seinni hálfleik og sem betur fer sýndum við góðan karakter og náðum að skora þetta mikilvæga mark,“ segir Sigurður Ragnar. „Bæði í þessum leik og gegn Belgíu hefur okkur gengið vel að skapa okkur færi en höfum nýtt þau illa. Við gáfumst þó aldrei upp og það er mikilvægt.“ Norður-Írland er sýnd veiði en ekki gefin og segir Sigurður Ragnar mikilvægt að byrja vel. „Þær eru duglegar, berjast um alla bolta og setja pressu á andstæðinginn. En það eiga að vera meiri gæði í okkar liði og það er mikilvægt í svona leikjum að skora snemma. Þá gæti eftirleikurinn orðið auðveldari.“ Leikurinn hefst klukkan 18.30 í kvöld. Fótbolti Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Ísland leikur í dag sinn síðasta leik á árinu er stelpurnar okkar mæta Norður-Írlandi í Belfast í undankeppni EM 2013. Ísland er taplaust í riðlinum og segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari að stefnan sé að kóróna frábært ár með landsliðinu með sigri. „Ef við vinnum þennan leik förum við inn í fríið með þrettán stig af fimmtán mögulegum. Það setur pressu á hin liðin,“ segir Sigurður Ragnar, en Ísland hóf landsliðsárið á því að komast alla leið í úrslitaleik Algarve-mótsins, þar sem liðið tapaði fyrir Bandaríkjunum. „Þetta hefur verið frábært ár en það er mikilvægt að við endum það á jákvæðum nótum. Ég á þó von á mjög erfiðum leik gegn Norður-Írlandi.“ Lykilmenn að glíma við meiðsliÞó nokkrir lykilleikmenn í íslenska landsliðinu hafa verið að glíma við meiðsli auk þess sem Edda Garðarsdóttir er orðin veik. Þá hafa þær Þóra B. Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir ekki getað beitt sér af fullum krafti á æfingum vegna ýmissa meiðsla. „Það vill oft vera erfitt að spila á þessum árstíma. Okkar leikmenn eru flestir búnir með sín tímabil og mikið er um þreytu og álagsmeiðsli. Við mættum einmitt Norður-Írlandi hér úti fyrir tveimur árum á svipuðum árstíma og höfðum þá nauman 1-0 sigur í miklum baráttuleik. Ég á von á öðru eins í dag.“ Ísland er í góðri stöðu í riðlinum. Liðið vann sterkt lið Noregs á heimavelli í haust en varð reyndar að sætta sig við markalaust jafntefli við Belgíu í næsta leik á eftir. Liðið komst aftur á sigurbraut um helgina er það vann Ungverjaland ytra, 1-0, með marki Dóru Maríu Lárusdóttur í seinni hálfleik. „Ég var ekki alveg nógu ánægður með leikskipulagið í fyrri hálfleik og setti því Dóru Maríu inn á. Leikur liðsins lagaðist heilmikið í seinni hálfleik og sem betur fer sýndum við góðan karakter og náðum að skora þetta mikilvæga mark,“ segir Sigurður Ragnar. „Bæði í þessum leik og gegn Belgíu hefur okkur gengið vel að skapa okkur færi en höfum nýtt þau illa. Við gáfumst þó aldrei upp og það er mikilvægt.“ Norður-Írland er sýnd veiði en ekki gefin og segir Sigurður Ragnar mikilvægt að byrja vel. „Þær eru duglegar, berjast um alla bolta og setja pressu á andstæðinginn. En það eiga að vera meiri gæði í okkar liði og það er mikilvægt í svona leikjum að skora snemma. Þá gæti eftirleikurinn orðið auðveldari.“ Leikurinn hefst klukkan 18.30 í kvöld.
Fótbolti Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira