Fótbolti

Beckenbauer vill einfalda rangstöðuregluna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franz Beckenbauer er vinsæll í Þýskalandi.
Franz Beckenbauer er vinsæll í Þýskalandi. Nordic Photos / Getty Images
Franz Beckenbauer segir að til greina komi að einfalda rangstöðuregluna á nýjan leik en hann er óánægður með hversu flókin hún er í dag.

Í dag eru leikmenn ef til vill ekki rangstæðir ef þeir þykja ekki hafa áhrif á leikinn þegar sendingin kemur, þó svo að þeir séu fyrir aftan aftasta varnarmann andstæðingsins.

Beckenbauer situr í nefnd á vegum FIFA sem vinnur að því að endurskoða ýmsa þætti knattspyrnulaganna, eins og hina svokölluðu þreföldu refsingu sem áður hefur verið fjallað um.

„Við vorum beðin um að skoða hvort það væri hægt að gera rangstöðuregluna einfaldari og skiljanlegri,“ sagði Beckenbauer. „Þegar ég var að spila var þetta mjög einfalt. Leikmenn voru dæmdir rangstæðir þegar þeir voru rangstæðir, óháð því hvar boltinn var.“

„Þetta er í raun algert bull eins og reglan er núna og allt of flókið. Ég held að það ætti að gera regluna einfaldari án þess þó að taka upp gömlu regluna aftur eins og hún var. Við þurfum að finna einhvern milliveg.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×