Frank de Boer, þjálfari Ajax, sagði jafntefli hafa verið sanngjörn úrslit er Ajax tók á móti Lyon í Meistaradeildinni í kvöld. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.
"Auðvitað vildum við fá þrjú stig en við verðum að vera sáttir við stigið þar sem Lyon fékk færi í leiknum rétt eins og við. Lyon var hættulegur andstæðingur í kvöld," sagði De Boer.
"Þessi leikur kennir okkur að við verðum að vera þolinmóðir í svona leikjum og láta vaða þegar tækifærin gefast.
