Enski boltinn

Ferguson: Berbatov fær sín tækifæri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United, hefur lítið fengið að spila með liðinu í upphafi tímabilsins en stjóri liðsins, Alex Ferguson, segir að hann muni fá sín tækifæri til að sanna sig.

Frægt er þegar að Ferguson ákvað að skilja Berbatov eftir utan hóps fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona í vor þrátt fyrir að hann hafi verið markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Margir áttu von á því að Berbatov hefði þar með leikið sinn síðasta leik með United en Berbatov ákvað að vera um kyrrt og berjast fyrir sæti sínu hjá liðinu.

„Þetta er ekki auðvelt mál vegna þess að við erum með svo marga framherja,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United.

Wayne Rooney hefur verið sjóðandi heitur í upphafi tímabilsins og Javier Hernandez hefur einnig komið mjög sterkur inn í síðustu leiki.

„Við erum með Michael Owen, Federico Macheda, Mame Biram Diouf og þó svo að Danny Welbeck komi ekki til baka eftir sín meiðsli fyrr en í næstu viku er þetta samt mjög erfitt.“

„Dimitar hefur verið frábær á æfingum og viðhorf hans er til fyrirmyndar. Hann mun fá sín tækifæri efir því sem líður á tímabilið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×