Joe Jordan, aðstoðarþjálfari Tottenham, neitar að hann hafa beitt Gennaro Gattuso, fyrirliða AC Milan, kynþáttaníð.
Liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr í vikunni og lenti þeim Jordan og Gattuso tvívegis saman.
Í fyrra skiptið á meðan leiknum stóð en þá tók Gattuso Jordan hálstaki og ýtti honum frá sér.
Eftir leikinn, sem Tottenham vann 1-0, sauð allt upp úr og Gattuso skallaði Jordan. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kært Gattuso fyrir grófa óíþróttamannslega hegðun sem má eiga von á löngu banni fyrir.
Jordan stóð þetta hins vegar allt af sér og lét sér fátt um finnast.
Í gær steig umboðsmaður Gattuso fram og sakaði Jordan um að hafa kallað skjólstæðing sinn „fucking Italian bastard“.
Því neitar Jordan. „Þetta er bara bull,“ sagði hann í samtali við enska fjölmiðla. „Hann hefur greinilega ímyndað sér þetta og miðað við þetta hefur hann ekkert sérstaklega fjörugt ímyndunarafl.“
„Þetta er sorglegt, svo einfalt er það. Hann þarf að gera grein fyrir sínu máli fyrir UEFA en þessar ásakanir eru allt annað mál. Ítalía hefur spilað stórt hlutverk í mínu lífi og þannig verður það áfram.“
„Milan er mjög sérstakt félag og ég tel mig afar lánssaman yfir því að hafa fengið að spila með liðinu. Það besta sem ég gerði á mínum leikmannaferli var að semja við AC Milan.“
„Ég elska Ítalíu og hef alltaf haft miklar mætur á fólkinu í landinu.“
Jordan var á mála hjá AC Milan frá 1981 til 1983 og lék í alls þrjú ár á Ítalíu.
Joe Jordan neitar sök
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag
Enski boltinn



Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ
Íslenski boltinn

Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano
Enski boltinn

Á að reka umboðsmanninn á stundinni
Enski boltinn



Arsenal að stela Eze frá Tottenham
Enski boltinn