Enski boltinn

Wenger: Það mun enginn endurtaka afrek Ferguson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson og  Arsene Wenger.
Alex Ferguson og Arsene Wenger. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um starfsferil Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, í tilefni því að skoski stjórinn heldur um helgina upp á 25 ára starfsafmæli sitt á Old Trafford.

„Fólk er að tala mikið um afrek Sir Alex Ferguson þessa dagana og það eina sem ég get sagt er að það er aðdáunarvert að það sé hægt að halda sama liði svona lengi á toppnum," sagði Arsene Wenger og hrósaði Sir Alex fyrir þann stöðugleika sem United hefur sýnt undir hans stjórn.

„Það er einstakt að ná því að vera hjá sama toppliði í 25 ár og það er öruggt að mínu mati að það muni enginn ná að endurtaka þetta í framtíðinni," sagði Wenger.

Ferguson hefur unnið ensku úrvalsdeildina tólf sinnum þar af níu sinnum síðan að Arsene Wenger tók við starfi stjóra Arsenal í september 1996. Arsenal hefur orðið þrisvar sinnum ensku meistari undir stjórn Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×