Íslenski boltinn

Ómar framlengdi til ársins 2013

Ómar Jóhannsson.
Ómar Jóhannsson. mynd/heimasíða Keflavíkur/Jón Örvar
Keflvíkingar fengu fínar fréttir í dag er það var staðfest að markvörðurinn Ómar Jóhannsson hefði skrifað undir nýjan samning við félagið.

Hinn þrítugi Ómar er nú samningsbundinn Keflavík til ársins 2013.

Hann lék fyrst með meistaraflokki Keflavíkur árið 2002 og hefur leikið 143 deildarleiki, 17 bikarleiki og 9 Evrópuleiki fyrir félagið.

Ómar átti mjög gott sumar og var kosinn leikmaður ársins hjá Keflavík í lok sumars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×