Enski boltinn

Bent og Rooney byrja líklega saman frammi á móti Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Bent
Darren Bent Mynd/Nordic Photos/Getty
Darren Bent fær væntanlega tækifæri í byrjunarliði enska landsliðsins á móti Dönum í kvöld en Fabio Capello mun þá tefla fram honum og Wayne Rooney saman í framlínu enska liðsins á Parken.

Þeir Rooney og Bent voru báðir á skotskónum í 3-1 sigri á Sviss í september en Bent kom þá inn á sem varamaður og skoraði sitt eina landsliðsmark í sjö leikjum.

Darren Bent lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 en komst hvorki í HM-hópinn 2006 eða 2010. Hann var ekki valinn í liðið í Suður-Afríku þrátt fyrir að vera markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Þetta er því langþráð tækifæri fyrir hann.

Bent hefur skorað tvö mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Aston Villa síðan að félagið keypti hann fyrir 18 milljónir punda frá Sunderland og Capello hefur verið hrifinn af frammistöðu leikmannsins til þessa á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×