Enski boltinn

Ji-sung Park fékk nýjan samning hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson og Park Ji-Sung.
Alex Ferguson og Park Ji-Sung. Mynd/Nordic Photos/Getty
Park Ji-sung, kóreski miðjumaðurinn hjá Manchester United, hefur skrifað undir nýjan samning hjá félaginu sem mun halda honum á Old Trafford til ársins 2013.

Park er þrítugur og hefur spilað 177 leiki fyrir United síðan að hann kom til félagsins árið 2005. Hann er þekktur fyrir vinnusemi sína og hefur vegna hennar oft fengið mörg tækifæri hjá Sir Alex Ferguson í stærstu leikjum Manchester United liðsins.

„Ji er núna búinn að vera mikilvægur leikmaður fyrir okkur í mörg ár," sagði

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, í fréttatilkynningu.

„Hann er orkumikill leikmaður sem hefur svo lagt það í venju sína að skora mörk í mikilvægum leikjum á síðustu árum. Hann er vinsæll leikmaður í liðinu og reynsla hans úr boltanum mun koma ungu leikmönnum okkar vel," sagði Ferguson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×