Enski boltinn

Huth tryggði Stoke sinn fyrsta sigur á Goodison Park síðan 1981

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Huth.
Robert Huth. Mynd/AP
Þýski miðvörðurinn Robert Huth tryggði Stoke 1-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag en sigurinn kom Stoke upp í áttunda sæti deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Stoke á Goodison Park síðan 1981 og aðeins annar útisigur liðsins á tímabilinu.

Everton byrjaði leikinn betur og Stoke skoraði því sigurmarkið sitt gegn gangi leiksins. Robert Huth gerði það á 15. mínútu þegar hann stýrði langskoti Dean Whitehead í markið. Markið kom eftir hornspyrnu og það var smá heppnistimpill á þessu marki.

Stoke var fyrir leikinn búið að tapa fjórum útileikjum í röð en náði að fylgja eftir 3-1 heimasigri á Blackburn Rovers um síðustu helgi og tryggja sér sinn annan deildarsigur í röð.

Everton var búið að vinna tvo deildarleiki í röð fyrir leikinn en liðið er í tíunda sætinu eftir þetta tap sem var það fjórða á heimavelli liðsins á leiktíðinni.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×