Enski boltinn

Wenger: Liðið er að verða betra og betra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsenal-liðið fagnar hér einu marka sinna í gær.
Arsenal-liðið fagnar hér einu marka sinna í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með sitt lið eftir 4-0 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær en Arsenal komst upp í fimmta sæti með þessum sigri sem var sá sjötti í síðustu sjö deildarleikjum.

„Við vorum að spila þennan leik mjög vel, bæði sóknarlega og varnarlega. Það er komið sjálfstraust í liðið og það sást vel í þessum leik," sagði Arsene Wenger.

„Ég get bara óskað mínu liði til hamingju með þennan leik. Þeir eru að vaxa og verða bara betri og betri með hverjum leik," sagði Wenger.

Mikel Arteta skoraði fyrsta markið og varnarmaðurinn Thomas Vermaelen skoraði síðan sitt þriðja mark í síðustu fjórum deildarleikjum. Gervinho kom Arsenal í 3-0 og Hollendingurinn Robin van Persie innsiglaði síðan sigurinn með sínu fjórtánda marki á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×