Enski boltinn

Carlo Ancelotti: Torres mun spila á móti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry hleypur til Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, eftir að Terry kom Chelsea í 3-2.
John Terry hleypur til Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, eftir að Terry kom Chelsea í 3-2. Mynd/AP
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, staðfesti það í kvöld eftir 4-2 útisigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni að Fernando Torres muni spila sinn fyrsta leik fyrir Chelsea á móti Liverpool á sunnudaginn kemur. Chelsea keypti Torres á 50 milljónir punda frá Liverpool í gær.

„Við munum athuga stöðuna á honum á morgun og á fimmtudaginn. Ef hann er leikfær og laus við öll vandamál þá mun hann spila á móti Liverpool," sagði Carlo Ancelotti sem var ánægður með leikinn í Sunderland í kvöld.

„Við spiluðum mjög vel og sköpuðum okkur mikið af færum. Þetta var mjög góð frammistaða. Nú þegar Fernando Torres er kominn til okkar þá verður við mun samkeppnishæfari. Koma hans og David Luiz til okkar hefur líka ýtt undir bjartsýni í leikmannhópnum," sagði Ancelotti en Chelsea er enn tíu stigum á eftir toppliði Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×