Enski boltinn

Arsenal sló Leeds út úr bikarnum á Elland Road

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bacary Sagna fagnar glæsilegu marki sínu í kvöld.
Bacary Sagna fagnar glæsilegu marki sínu í kvöld. Mynd/AP
Arsenal komst áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar með 3-1 sigri á Leeds á Elland Road í kvöld. Þetta var endurtekinn leikur eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli á Emirates fyrir ellefu dögum. Arsenal mætir liði Huddersfield Town í næstu umferð.

Samir Nasri kom Arsenal í 1-0 eftir aðeins sex mínútna leik og í raun úr fyrstu alvöru sókn liðsins í leiknum. Nasri fékk þá sendingu frá Rússanum Andrey Arshavin og skoraði framhjá Kasper Schmeichel.

Bacary Sagna skoraði síðan frábært mark á 35. mínútu og kom Arsenal í 2-0. Nicklas Bendtner braust inn í teiginn en boltinn barst til Sagna sem lagði hann fyrir sig og skoraði með glæsilegu skoti.

Það tók Leeds aðeins tvær mínútur að minnka muninn þegar Bradley Johnson skoraði með glæsilegu langskoti óverjandi fyrir Wojciech Szczesny í marki Arsenal.

Robin van Persie innsiglaði sigur Arsenal á 76. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Dananum Nicklas Bendtner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×