Ancelotti: Þurfum að bíða eftir Torres Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2011 22:38 Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images Carlo Ancelotti segir að Manchester United hafi átt skilið að fara áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en United vann í kvöld 2-1 sigur á Chelsea í fjórðungsúrslitum keppninnar og 3-1 samanlagt. „Við stóðum okkur ekki illa en þegar báðir leikirnir eru skoðaðir átti United skilið að fara áfram,“ sagði Ancelotti sem þykir nú ansi valtur í sessi enda langþráður draumur Roman Abramovich, eiganda Chelsea, að vinna Meistaradeildina. Chelsea byrjaði betur en það var United sem komst yfir með marki Javier Hernandez í lok fyrri hálfleiks. Didier Drogba byrjaði á bekknum en kom inn á fyrir Fernando Torres í hálfleik. Drogba jafnaði metin á 77. mínútu en Ji-Sung Park tryggði United sigur með marki á sömu mínútu. „Leikurinn var í jafnvægi allt til loka þó svo að við hefðum verið með tíu leikmenn inn á vellinum þegar honum lauk,“ sagði Ancelotti en Ramires fékk að líta rauða spjaldið þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum með góða stjórn á leiknum fyrstu 25 mínúturnar en náðum ekki að skora. Við fengum þó tækifæri til þess. Svo náðu þeir að skora sem gerði þetta erfiðara fyrir okkur.“ „Drogba átti frábæran síðari hálfleik og sýndi mikinn styrk og hæfni þegar hann skoraði markið. Við náðum að koma til baka manni færri en það reyndist ekki nóg.“ Hann vildi ekki gagnrýna Fernando Torres sem hefur nú ekki skorað í ellefu leikjum með Chelsea - eða síðan hann var keyptur frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í janúar. „Við verðum að halda í trúna og bíða og sjá hvort að hann muni bæta sig.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira
Carlo Ancelotti segir að Manchester United hafi átt skilið að fara áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en United vann í kvöld 2-1 sigur á Chelsea í fjórðungsúrslitum keppninnar og 3-1 samanlagt. „Við stóðum okkur ekki illa en þegar báðir leikirnir eru skoðaðir átti United skilið að fara áfram,“ sagði Ancelotti sem þykir nú ansi valtur í sessi enda langþráður draumur Roman Abramovich, eiganda Chelsea, að vinna Meistaradeildina. Chelsea byrjaði betur en það var United sem komst yfir með marki Javier Hernandez í lok fyrri hálfleiks. Didier Drogba byrjaði á bekknum en kom inn á fyrir Fernando Torres í hálfleik. Drogba jafnaði metin á 77. mínútu en Ji-Sung Park tryggði United sigur með marki á sömu mínútu. „Leikurinn var í jafnvægi allt til loka þó svo að við hefðum verið með tíu leikmenn inn á vellinum þegar honum lauk,“ sagði Ancelotti en Ramires fékk að líta rauða spjaldið þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum með góða stjórn á leiknum fyrstu 25 mínúturnar en náðum ekki að skora. Við fengum þó tækifæri til þess. Svo náðu þeir að skora sem gerði þetta erfiðara fyrir okkur.“ „Drogba átti frábæran síðari hálfleik og sýndi mikinn styrk og hæfni þegar hann skoraði markið. Við náðum að koma til baka manni færri en það reyndist ekki nóg.“ Hann vildi ekki gagnrýna Fernando Torres sem hefur nú ekki skorað í ellefu leikjum með Chelsea - eða síðan hann var keyptur frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í janúar. „Við verðum að halda í trúna og bíða og sjá hvort að hann muni bæta sig.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira