Ancelotti: Þurfum að bíða eftir Torres Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2011 22:38 Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images Carlo Ancelotti segir að Manchester United hafi átt skilið að fara áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en United vann í kvöld 2-1 sigur á Chelsea í fjórðungsúrslitum keppninnar og 3-1 samanlagt. „Við stóðum okkur ekki illa en þegar báðir leikirnir eru skoðaðir átti United skilið að fara áfram,“ sagði Ancelotti sem þykir nú ansi valtur í sessi enda langþráður draumur Roman Abramovich, eiganda Chelsea, að vinna Meistaradeildina. Chelsea byrjaði betur en það var United sem komst yfir með marki Javier Hernandez í lok fyrri hálfleiks. Didier Drogba byrjaði á bekknum en kom inn á fyrir Fernando Torres í hálfleik. Drogba jafnaði metin á 77. mínútu en Ji-Sung Park tryggði United sigur með marki á sömu mínútu. „Leikurinn var í jafnvægi allt til loka þó svo að við hefðum verið með tíu leikmenn inn á vellinum þegar honum lauk,“ sagði Ancelotti en Ramires fékk að líta rauða spjaldið þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum með góða stjórn á leiknum fyrstu 25 mínúturnar en náðum ekki að skora. Við fengum þó tækifæri til þess. Svo náðu þeir að skora sem gerði þetta erfiðara fyrir okkur.“ „Drogba átti frábæran síðari hálfleik og sýndi mikinn styrk og hæfni þegar hann skoraði markið. Við náðum að koma til baka manni færri en það reyndist ekki nóg.“ Hann vildi ekki gagnrýna Fernando Torres sem hefur nú ekki skorað í ellefu leikjum með Chelsea - eða síðan hann var keyptur frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í janúar. „Við verðum að halda í trúna og bíða og sjá hvort að hann muni bæta sig.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Carlo Ancelotti segir að Manchester United hafi átt skilið að fara áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en United vann í kvöld 2-1 sigur á Chelsea í fjórðungsúrslitum keppninnar og 3-1 samanlagt. „Við stóðum okkur ekki illa en þegar báðir leikirnir eru skoðaðir átti United skilið að fara áfram,“ sagði Ancelotti sem þykir nú ansi valtur í sessi enda langþráður draumur Roman Abramovich, eiganda Chelsea, að vinna Meistaradeildina. Chelsea byrjaði betur en það var United sem komst yfir með marki Javier Hernandez í lok fyrri hálfleiks. Didier Drogba byrjaði á bekknum en kom inn á fyrir Fernando Torres í hálfleik. Drogba jafnaði metin á 77. mínútu en Ji-Sung Park tryggði United sigur með marki á sömu mínútu. „Leikurinn var í jafnvægi allt til loka þó svo að við hefðum verið með tíu leikmenn inn á vellinum þegar honum lauk,“ sagði Ancelotti en Ramires fékk að líta rauða spjaldið þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum með góða stjórn á leiknum fyrstu 25 mínúturnar en náðum ekki að skora. Við fengum þó tækifæri til þess. Svo náðu þeir að skora sem gerði þetta erfiðara fyrir okkur.“ „Drogba átti frábæran síðari hálfleik og sýndi mikinn styrk og hæfni þegar hann skoraði markið. Við náðum að koma til baka manni færri en það reyndist ekki nóg.“ Hann vildi ekki gagnrýna Fernando Torres sem hefur nú ekki skorað í ellefu leikjum með Chelsea - eða síðan hann var keyptur frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í janúar. „Við verðum að halda í trúna og bíða og sjá hvort að hann muni bæta sig.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira